Íþróttir
Erna Björt skoraði þrennu í sigri ÍA gegn Haukum. Ljósm. vaks

Skagakonur unnu Hauka í markaleik

Haukar og ÍA áttust við í B deild kvenna í Lengjubikarnum í gærkvöldi og var viðureignin í nýju glæsilegu knatthúsi Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði. Fyrir leik var grasið vökvað í um hálftíma þannig að boltinn rúllaði mjög hratt á vellinum en skoppaði ekki neitt sem var frekar einkennilegt. Þá var að sögn sjónarvotta alltof heitt í húsinu og ennþá smá málningarlykt enda nýbúið að taka það í notkun.

Skagakonur unnu Hauka í markaleik - Skessuhorn