
Marinó Hilmar (t.v.) skoraði tvö mörk í stórsigri Kára. Hér ásamt Hilmari Halldórssyni. Ljósm. vaks
Stórsigur hjá Kára en naumt tap Víkings
Önnur umferðin í Lengjubikarnum í B deild karla í knattspyrnu fór fram um helgina og voru Vesturlandsliðin Kári og Víkingur Ólafsvík bæði að spila. ÍH og Kári mættust í riðli 3 á föstudagskvöldið og var leikurinn í Skessunni í Hafnarfirði. Ein deild er á milli þessara liða á Íslandsmótinu í sumar, Kári spilar í 2. deild og lið ÍH í þeirri þriðju.