
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta fagnar eftir leikinn gegn Tyrklandi. Ljósm. karfan.is.
Ísland fer á Evrópumótið í körfubolta í haust
Það var þéttsetinn bekkurinn í Laugardalshöllinni í gærkveldi þegar karlalandslið Íslands í körfubolta tók á mót Tyrklandi í undankeppni fyrir Evrópumótið í körfubolta, sem haldið verður í haust. Áhorfendur fóru að streyma inn í höllina um tveimur tímum fyrir leik og myndaðist góð stemning, þá sérstaklega þegar leikmenn Íslands tóku öll völd í leiknum þegar stutt var liðið á hann.