
Ísak Birkir Sævarsson. Ljósm. úr safni
Ísak Birkir náði sæti í undanúrslitum í úrvalsdeildinni í keilu
Síðastliðinn sunnudag hófst úrvalsdeildin í keilu sem sett er upp í samvinnu við Stöð 2 Sport en tólf keppendur hafa unnið sér inn réttinn til þátttöku í deildinni. Leikið er með þeim hætti að allir spila tvo leiki við alla og sá aðili sem er með hærra heildarskor úr þessum tveimur leikjum fær tvö stig og eitt stig ef um jafntefli er að ræða. Konurnar fá tólf pinna í forgjöf eins og algengt er á mótum þar sem ekki er um kynjaskiptingu að ræða.