Íþróttir

true

UMFG kom heim með bikarinn í blaki

Ungmennafélag Grundarfjarðar gerðu góða ferð í Mosfellsbæ um síðustu helgi en þar fór fram bikarmót U14 og U20 í blaki í íþróttahúsinu að Varmá. Ungmennafélag Grundarfjarðar mætti með tvö lið til keppni en það voru bæði stráka- og stelpulið í U14. U14 kvenna stóðu sig með prýði á laugardeginum og spiluðu um fimmta sætið á…Lesa meira

true

Áhlaupaleikur hjá Snæfelli gegn Breiðabliki

Snæfell í Stykkishólmi heimsótti Breiðablik í Kópavog á föstudaginn. Um var að ræða leik í tíundu umferð 1. deildar karla í körfubolta en Snæfell var fyrir leikinn með þrjá sigra en heimamenn í Breiðabliki voru með fimm sigra. Bæði lið spiluðu góðan varnarleik í byrjun leiks og var mikið jafnræði með liðunum. Liðin skiptust á…Lesa meira

true

Einar Margeir í landsliðinu á HM í sundi

HM í sundi hefst á morgun í Búdapest í Ungverjalandi og stendur mótið til 15. desember. ÍA á einn fulltrúa þar, Einar Margeir Ágústsson. Frá Íslandi eru átta keppendur, en þátttakendur koma frá alls 190 löndum. Bein útsending verður á RÚV alla mótsdagana frá klukkan 7:55. Þær greinar sem Einar Margeir keppir í eru 100…Lesa meira

true

Skagamenn með sterkan sigur á toppliði Ármanns

Ármann og ÍA áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var viðureignin í Laugardalshöllinni. Ármenningar höfðu aðeins tapað einum leik af tíu í deildinni til þessa sem var á móti Breiðabliki í lok október og unnið síðustu fimm leiki sína á meðan Skagamenn höfðu unnið Fjölni í síðustu umferð eftir tap…Lesa meira

true

Skelfilegur fyrri hálfleikur í tapi Skallagríms

Skallagrímur heimsótti Hamar frá Hveragerði á föstudagskvöldið. Um var að ræða tíundu umferð 1. deild karla í körfubolta en Skallagrímur var fyrir leikinn með þrjá sigra en Hamar með sex sigra. Heimamenn í Hamri byrjuðu leikinn af miklum krafti og keyrðu yfir gestina úr Borgarnesi á fyrstu mínútum leiksins. Eftir eingöngu þrjár mínútur var staðan…Lesa meira

true

Íþróttamaður vikunnar – Leiðinlegast er að fara yfir kerfin fyrir leiki

Í þessum lið leggjum við fyrir tíu spurningar til íþróttamanna úr alls konar íþróttum á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vikunnar að þessu sinni er Styrmir Jónasson sem spilar körfubolta í fyrstu deildinni með ÍA á Akranesi. Nafn: Styrmir Jónasson Fjölskylduhagir? Ég bý hjá mömmu og pabba. Hver eru þín helstu áhugamál? Það sem kemur…Lesa meira

true

Sigruðu aðaltvímenning Bridgefélags Borgarfjarðar

Í gærkveldi lauk keppni í aðaltvímenningi Bridgefélags Borgarfjarðar í Logalandi. Um fjögurra kvölda spilakeppni var að ræða en árangur þriggja bestu kvölda gilti til úrslita. Leikar fóru þannig að Heiðar Árni Baldursson og Logi Sigurðsson sigruðu giska örugglega með 184 stigum. Í öðru sæti urðu Ingimundur Jónsson og Anna Heiða Baldursdóttir með 176 stig. Þriðju…Lesa meira

true

Skagamenn enn ósigraðir á heimavelli

ÍA og Fjölnir áttust við á föstudagskvöldið í níundu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik og var viðureignin í íþróttahúsinu á Vesturgötu. Skagamenn byrjuðu af krafti og skoruðu fyrstu tíu stig leiksins og þegar rúmar fjórar mínútur voru liðnar var sami munur, staðan 18:8 ÍA í vil. Gestirnir náðu að halda í við heimamenn síðustu…Lesa meira

true

Afleitur þriðji leikhluti banabiti Skallagríms

Skallagrímur tók á móti Breiðabliki í níundu umferð 1. deildar karla í körfubolta á föstudaginn. Heimamenn í Skallagrími voru vel stemmdir í byrjun leiks og var hittni þeirra til fyrirmyndar. En varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og náðu gestirnir í Breiðabliki að koma sér betur inn í leikinn og náðu undirtökum…Lesa meira

true

Stór skellur hjá Snæfelli gegn KR

KR og Snæfell mættust í 1. deild kvenna í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn á Meistaravöllum. Það varð strax ljóst að þetta yrði mjög erfitt kvöld fyrir Snæfell því í stöðunni 7:2 fyrir KR skoruðu heimakonur næstu 15 stig og breyttu stöðunni í 22:2 þegar næstum fimm mínútur voru liðnar. Snæfell náði aðeins að…Lesa meira