Íþróttir
Verðlaunahafar með sigurlaun sín. Ljósm. mm

Sigruðu aðaltvímenning Bridgefélags Borgarfjarðar

Í gærkveldi lauk keppni í aðaltvímenningi Bridgefélags Borgarfjarðar í Logalandi. Um fjögurra kvölda spilakeppni var að ræða en árangur þriggja bestu kvölda gilti til úrslita. Leikar fóru þannig að Heiðar Árni Baldursson og Logi Sigurðsson sigruðu giska örugglega með 184 stigum. Í öðru sæti urðu Ingimundur Jónsson og Anna Heiða Baldursdóttir með 176 stig. Þriðju urðu Gísli Þórðarson og Ólafur Sigvaldason með 169 stig. Í fjórða sæti urðu Eyjólfur Kristinn Örnólfsson og Lárus Pétursson með 167 stig og fimmtu Flemming Jessen og Magnús B Jónsson með 166.

Sigruðu aðaltvímenning Bridgefélags Borgarfjarðar - Skessuhorn