Íþróttir
Skallagrímsmenn ráða ráðum sínum á meðan Ismael Sanders tekur vítaskot.

Afleitur þriðji leikhluti banabiti Skallagríms

Skallagrímur tók á móti Breiðabliki í níundu umferð 1. deildar karla í körfubolta á föstudaginn. Heimamenn í Skallagrími voru vel stemmdir í byrjun leiks og var hittni þeirra til fyrirmyndar. En varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og náðu gestirnir í Breiðabliki að koma sér betur inn í leikinn og náðu undirtökum undir lok fyrsta leikhluta en staðan var 20-21, Breiðabliki í vil.

Afleitur þriðji leikhluti banabiti Skallagríms - Skessuhorn