Íþróttir
Carlotta Ellenrieder í leik með Snæfelli gegn Ármanni fyrr í vetur. Ljósm. Bæring Nói

Stór skellur hjá Snæfelli gegn KR

KR og Snæfell mættust í 1. deild kvenna í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn á Meistaravöllum. Það varð strax ljóst að þetta yrði mjög erfitt kvöld fyrir Snæfell því í stöðunni 7:2 fyrir KR skoruðu heimakonur næstu 15 stig og breyttu stöðunni í 22:2 þegar næstum fimm mínútur voru liðnar. Snæfell náði aðeins að rétta úr kútnum á næstu mínútum og staðan var 29:15 eftir fyrsta leikhluta fyrir KR. Annar leikhluti byrjaði ekki vel hjá gestunum því í stöðunni 32:18 náðu KR konur 15-0 áhlaupi og staðan eftir fimm mínútna leik 47:18. Snæfellskonur voru alveg heillum horfnar og áttu erfitt með að bregðast við þessu mótlæti. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan hálf vonlaus fyrir Snæfelli, 63:29, og nokkuð ljóst að erfiður seinni hálfleikur biði þeirra.

Stór skellur hjá Snæfelli gegn KR - Skessuhorn