Íþróttir
Úr leik ÍA og Fjölnis á föstudaginn. Ljósm. Jónas H. Ottósson

Skagamenn enn ósigraðir á heimavelli

ÍA og Fjölnir áttust við á föstudagskvöldið í níundu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik og var viðureignin í íþróttahúsinu á Vesturgötu. Skagamenn byrjuðu af krafti og skoruðu fyrstu tíu stig leiksins og þegar rúmar fjórar mínútur voru liðnar var sami munur, staðan 18:8 ÍA í vil. Gestirnir náðu að halda í við heimamenn síðustu mínúturnar í fyrsta leikhluta en hittni liðanna var ekki góð og staðan 26:19 fyrir ÍA eftir fyrsta leikhluta.

Skagamenn enn ósigraðir á heimavelli - Skessuhorn