
Dregið var í hádeginu í dag í 16-liða úrslit VÍS bikarkeppni karla og kvenna í körfubolta. Karla- og kvennalið Snæfells voru þar í potti en 16-liða úrslitin verða leikin dagana 7.-9. desember næstkomandi. Bæði lið fengu útileiki í sínum viðureignum, en karlalið Snæfells heimsækir úrvalsdeildarlið Álftaness en kvennalið Snæfells heimsækir úrvalsdeildarlið Grindavíkur.Lesa meira








