
ÍA og Tindastóll mættust í 32-liða úrslitum VÍS bikars karla í gærkvöldi og var leikurinn í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum enda var stúkan þétt setin með yfir þrjú hundruð áhorfendum og stemningin eins og best var á kosið. Heimamenn byrjuðu af krafti og komust í 22:15 eftir rúman sex mínútna leik.…Lesa meira