Íþróttir

true

Snæfellsnes sigraði ÍBV í Akraneshöllinni

Sunnudaginn 14. apríl mættust stelpurnar í fimmta flokki Snæfellsness og ÍBV í Faxaflóamótinu. Leikurinn var heimaleikur Snæfellsness en var spilaður í Akraneshöllinni þar sem Ólafsvíkurvöllur var ekki orðinn leikfær vegna snjóþyngsla. Snæfellsnes hafði mikla yfirburði í leiknum og leiddu 2-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik tóku þær svo öll völd á vellinum og leiknum lauk…Lesa meira

true

Grótta og ÍA skildu jöfn í Lengjubikarnum

Skagakonur léku síðasta leik sinn í B deild Lengjubikarsins á þessu tímabili í gærkvöldi þegar þær mættu Gróttu á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi. Leikurinn var frekar jafn frá byrjun og liðin skiptust á að vera með yfirhöndina. Fyrsta markið í leiknum kom á 29. mínútu eftir varnarmistök gestanna og datt boltinn fyrir fætur Lovísu Davíðsdóttur Scheving…Lesa meira

true

ÍA og Tindastóll mætast í Mjólkurbikarnum

Dregið var í 32-liða úrslit í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í gær. Öll tólf liðin úr Bestu deildinni koma inn í þessari umferð og þá eru tíu lið úr Lengjudeildinni en einu tvö liðin sem komust ekki áfram þar eru Njarðvík og Leiknir. Þrjú lið koma úr 2. deild, fjögur…Lesa meira

true

KSÍ og Jóhannes Karl framlengja

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur samið við Jóhannes Karl Guðjónsson um framlengingu á samningi hans sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla í knattspyrnu. Samningurinn gildir út nóvember 2025, en framlengist sjálfkrafa ef Ísland er í umspili um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026. Skagamaðurinn Jóhannes Karl, sem var…Lesa meira

true

Komu heim hlaðin verðlaunum af ÍM50 í sundi

Gott gengi var hjá sundfólki frá ÍA á Íslands- og unglingameistaramótinu í sundi í 50 metra laug sem fram fór í Reykjavík um helgina. Kom hópurinn heim með Íslandsmeistaratitil, Akranesmet, fjögur silfur og 15 brons. Tíu sundmenn frá ÍA tóku þátt á mótinu, en keppendur voru alls 183 frá 16 félögum. Bestum árangri náði Einar…Lesa meira

true

Bjarki Pétursson varð í sjöunda sæti

Atvinnugolfarinn Bjarki Pétursson endaði í sjöunda sæti á Sand Valley meistaramótinu sem fór fram dagana 11. -13. apríl á samnefndum velli í Póllandi. Mótið var annað af þremur sem fer fram á þessum golfvelli á næstu dögum. Bjarki endaði samtals á 9 höggum undir pari vallar en sigurvegari mótsins lék samtals á 17 höggum undir…Lesa meira

true

Snæfell kom sér inn í einvígið gegn Tindastól

Þriðji leikur Snæfells og Tindastóls, í undanúrslitum fyrstu deildar kvenna, fór fram í Stykkishólmi í gær. Tindastóll hafði unnið tvo fyrstu leiki liðanna en fyrsta liðið til að vinna þrjá sigra fer í úrslit, gegn annað hvort KR eða Aþenu. Bæði lið virtust vera nokkuð ótengd í byrjun leiks en fjórir tapaðir boltar litu dagsins…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði naumlega fyrir Þór

Þriðji leikur Þórs Akureyrar og Skallagríms í úrslitakeppni fyrstu deildar karla í körfuknattleik fór fram í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið. Þór náði að jafna metin í síðustu viku í 1-1 eftir sigur í Fjósinu í Borgarnesi og því var ansi mikið undir í þessari viðureign en þrjá sigra þarf til að komast áfram í…Lesa meira

true

Viktor með þrennu í stórsigri Skagamanna

HK og ÍA mættust í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn í Kórnum í Kópavogi. Rétt tæplega þúsund manns mættu í hlýjuna í Kórinn og eftir frekar bragðdaufan fyrri hálfleik þá fóru hlutirnir að gerast undir lok hans. Þá fékk HK-ingurinn Þorsteinn Aron Antonsson beint rautt spjald eftir að…Lesa meira

true

Guðrún Karítas bætti Íslandsmetið í sleggjukasti í smá stund

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir frá Vatnshömrum í Borgarfirði keppti í sleggjukasti á Bobcat Invitational í Texas, bandarísku háskólamóti, á laugardaginn síðasta. Guðrún kastaði sleggjunni lengst 69,76 metra og sló þá Íslandsmet Elísabetar Rutar Rúnarsdóttur en fyrra metið var 69,11 metrar. Íslandsmetið stóð þó ekki lengi því Elísabet Rut svaraði með kasti upp á 70,33 metra og…Lesa meira