
Fór boltinn í höndina eður ei? Frá leik Gróttu og ÍA. Ljósm. aðsend
Grótta og ÍA skildu jöfn í Lengjubikarnum
Skagakonur léku síðasta leik sinn í B deild Lengjubikarsins á þessu tímabili í gærkvöldi þegar þær mættu Gróttu á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi. Leikurinn var frekar jafn frá byrjun og liðin skiptust á að vera með yfirhöndina. Fyrsta markið í leiknum kom á 29. mínútu eftir varnarmistök gestanna og datt boltinn fyrir fætur Lovísu Davíðsdóttur Scheving sem setti hann í netið. Aðeins þremur mínútum síðar flikkaði Juliana Marie Paoletti leikmaður ÍA boltanum inn á teiginn beint fyrir fætur Ernu Bjartar Elíasdóttur sem kláraði færið vel. Hennar sjöunda mark í Lengjubikarnum og hún endaði sú þriðja markahæsta. Eftir markið sóttu liðin á víxl en staðan jöfn í hálfleik, 1-1.