Íþróttir
Jón Þór og Dean Martin ætla að koma ÍA í 16-liða úrslit í Mjólkurbikarnum. Ljósm. vaks

ÍA og Tindastóll mætast í Mjólkurbikarnum

Dregið var í 32-liða úrslit í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í gær. Öll tólf liðin úr Bestu deildinni koma inn í þessari umferð og þá eru tíu lið úr Lengjudeildinni en einu tvö liðin sem komust ekki áfram þar eru Njarðvík og Leiknir. Þrjú lið koma úr 2. deild, fjögur úr 3. deild, tvö úr 4. deild og Hafnir er eini fulltrúi 5. deildar þetta árið.

ÍA og Tindastóll mætast í Mjólkurbikarnum - Skessuhorn