
Arnór Smára og Viktor Jónsson sáu um að afgreiða HK. Ljósm. visir.is/ Hulda Margrét
Viktor með þrennu í stórsigri Skagamanna
HK og ÍA mættust í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn í Kórnum í Kópavogi. Rétt tæplega þúsund manns mættu í hlýjuna í Kórinn og eftir frekar bragðdaufan fyrri hálfleik þá fóru hlutirnir að gerast undir lok hans. Þá fékk HK-ingurinn Þorsteinn Aron Antonsson beint rautt spjald eftir að hafa sem aftasti varnarmaður togað Steinar Þorsteinsson niður eftir að hafa klikkað á sendingu til baka undir pressu. Skagamenn því einum fleiri og þeir áttu svo sannarlega eftir að nýta sér það í seinni hálfleik.