Íþróttir

true

Rafíþróttir hefjast á Akranesi í byrjun febrúar

Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) er samband þeirra félaga, íþróttafélaga, héraðssambanda, félagsmiðstöðva, frístundamiðstöðva og menntastofnana sem iðka eða keppa í rafíþróttum. Í lögum félagsins segir að rafíþróttir séu heilbrigð iðkun tölvuleikja í skipulögðu starfi og starfið feli í sér eftirfarandi: Æfingar í hóp, markvissar líkamlegar æfingar sem auka líkamlegt atgervi tengt árangri í rafíþróttum, markvissar æfingar í…Lesa meira

true

Árni Snær gengur til liðs við Stjörnuna

Markvörðurinn Árni Snær Ólafsson hefur skrifað undir samning við Stjörnuna en hann hefur leikið allan sinn feril hjá ÍA og á alls að baki 179 deildarleiki fyrir félagið. Árni er 31 árs og lék 17 af 27 deildarleikjum ÍA á síðasta tímabili. „Það er mjög spennandi að fá Árna til okkar. Hann er frábær karakter…Lesa meira

true

Snæfell með sterkan sigur á Stjörnunni

Stjarnan og Snæfell mættust í toppslag í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Fyrir leikinn hafði Stjarnan fjögurra stiga forskot á Snæfell í deildinni og með sigri gat Snæfell því minnkað muninn í tvö stig. Leikurinn fór frekar rólega af stað og staðan var jöfn 10:10…Lesa meira

true

Sigrún Sjöfn hætt hjá Fjölni

Körfuboltakonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur ákveðið að hætta að spila með liði Fjölnis sem leikur í Subway deildinni í körfuknattleik. Sigrún Sjöfn var spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fjölni í vetur og lék einnig með liðinu á síðasta keppnistímabili. Ástæðuna segir hún vera ólíka sýn hennar og aðalþjálfarans Kristjönu Eirar Jónsdóttur. „Þetta átti svo sem ekki að…Lesa meira

true

Haraldur Árni ráðinn til ÍA

Knattspyrnufélag ÍA hefur ráðið Harald Árna Hróðmarsson sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla og teymisstjóra ellefu manna bolta í 2.-4. flokki karla og kvenna hjá félaginu. Í tilkynningu frá KFÍA segir að Haraldur Árni sé með KSÍ A þjálfaragráðu og UEFA Elite Youth A gráðu og hafi mikla reynslu sem þjálfari. Hann þjálfaði hjá Þrótti frá 2013-2018…Lesa meira

true

Fimmta tap Skagamanna í röð

Hrunamenn og ÍA mættust í 1. deild karla í körfuknattleik síðasta föstudagskvöld og var viðureignin á Flúðum. Fyrir leikinn voru Skagamenn með 10 stig og Hrunamenn með 12 stig og gat ÍA því með sigri jafnað þá að stigum í deildinni. Fyrsti leikhluti var jafn og spennandi allan tímann, liðin skiptust á að ná forystu…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði gegn toppliði Álftaness

Skallagrímur og Álftanes áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í Fjósinu í Borgarnesi. Það var jafnt á flestum tölum fyrstu mínútur leiksins, staðan var jöfn 10:10 eftir fimm mínútna leik en síðan áttu gestirnir ágætis kafla og leiddu með sex stigum við lok fyrsta leikhluta, 15:21. Álftanes…Lesa meira

true

Hamar vann Skallagrím í miklum stigaleik

Hamar tók á móti Skallagrími í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í Hveragerði. Miðað við gengi þessara liða undanfarið mátti búast við hörkuleik því Hamar hafði unnið fimm leiki í röð í deildinni og Skallagrímur fjóra. Það var sannkölluð flugeldasýning í fyrsta leikhluta því alls voru skoruð samtals 70 stig…Lesa meira

true

Skagamenn misstu af sigri á móti Fjölni í spennuleik

ÍA tók á móti Fjölni í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Hann fór frekar rólega af stað, lítið var skorað í fyrsta leikhluta en gestirnir voru sprækari framan af og komust í 4:11 eftir rúman þriggja mínútna leik. Skagamenn náðu að bregðast við þessu og…Lesa meira

true

Indriði Áki semur við ÍA

Miðjumaðurinn Indriði Áki Þorláksson hefur gert samning við Knattspyrnufélag ÍA út tímabilið 2024. Indriði Áki er 27 ára gamall, alinn upp á Akranesi og spilaði með yngri flokkum félagsins upp í 3. flokk en færði sig árið 2012 yfir til Vals í 2. flokki. Hann hefur spilað víða á ferlinum í meistaraflokki; með Val, Leikni…Lesa meira