Íþróttir
Cheah Rael Whitsitt átti mjög góðan leik á móti Stjörnunni. Hér í leik á móti Aþenu í síðustu viku. Ljósm. Rakel Ösp af FB síðu Snæfells

Snæfell með sterkan sigur á Stjörnunni

Stjarnan og Snæfell mættust í toppslag í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Fyrir leikinn hafði Stjarnan fjögurra stiga forskot á Snæfell í deildinni og með sigri gat Snæfell því minnkað muninn í tvö stig. Leikurinn fór frekar rólega af stað og staðan var jöfn 10:10 eftir rúmlega sex mínútna leik. En Snæfell átti síðan góðan sprett og leiddi með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta, 12:17. Í stöðunni 23:24 fyrir Snæfelli í öðrum leikhluta tóku þær góðan sprett, spiluðu geysigóða vörn þar sem Stjarnan skoraði aðeins sjö stig á sex mínútum á móti 17 stigum gestanna og staðan í hálfleik 30:41 Snæfelli í vil.

Snæfell með sterkan sigur á Stjörnunni - Skessuhorn