Íþróttir
Milorad Sedlarevic var með 22 stig á móti Álftanesi. Ljósm. glh

Skallagrímur tapaði gegn toppliði Álftaness

Skallagrímur og Álftanes áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í Fjósinu í Borgarnesi. Það var jafnt á flestum tölum fyrstu mínútur leiksins, staðan var jöfn 10:10 eftir fimm mínútna leik en síðan áttu gestirnir ágætis kafla og leiddu með sex stigum við lok fyrsta leikhluta, 15:21. Álftanes náði tólf stiga forystu fljótlega í öðrum leikhluta og Skallagrími gekk frekar illa að saxa á forskot gestanna. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 36:46 fyrir Álftanesi og ljóst að heimamenn þyrftu að girða sig í brækur í seinni hlutanum.

Skallagrímur tapaði gegn toppliði Álftaness - Skessuhorn