
Ármann Vilhjálmsson hjá ÍA-Raf. Ljósm. vaks
Rafíþróttir hefjast á Akranesi í byrjun febrúar
Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) er samband þeirra félaga, íþróttafélaga, héraðssambanda, félagsmiðstöðva, frístundamiðstöðva og menntastofnana sem iðka eða keppa í rafíþróttum. Í lögum félagsins segir að rafíþróttir séu heilbrigð iðkun tölvuleikja í skipulögðu starfi og starfið feli í sér eftirfarandi: Æfingar í hóp, markvissar líkamlegar æfingar sem auka líkamlegt atgervi tengt árangri í rafíþróttum, markvissar æfingar í viðeigandi rafíþrótt, fræðsla um mikilvægi svefns, heilbrigðs mataræðis og heilbrigðra spilahátta og áhrif þess á frammistöðu í rafíþróttum og hugað sé að andlegri þrautseigju iðkenda.