Íþróttir
Marko Jurica var stigahæstur gegn Fjölni. Hér í leik á móti Skallagrími fyrr í vetur. Ljósm. vaks

Skagamenn misstu af sigri á móti Fjölni í spennuleik

ÍA tók á móti Fjölni í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Hann fór frekar rólega af stað, lítið var skorað í fyrsta leikhluta en gestirnir voru sprækari framan af og komust í 4:11 eftir rúman þriggja mínútna leik. Skagamenn náðu að bregðast við þessu og höfðu náð að jafna leikinn þegar tvær mínútur voru eftir en Fjölnir átti síðasta orðið með tveimur vítaskotum og leiddi með tveimur stigum, 13:15. Í öðrum leikhluta voru gestirnir ívið sterkari, komust í tíu stiga forystu eftir tæpar fjórar mínútur, 18:28, en þá kom ÍA sér aftur inn í leikinn með því að skora átta stig í röð án svars frá Fjölni. Þá kom aftur góður kafli frá Fjölni og þeir fóru inn í hálfleikinn með sjö stiga forystu, staðan 32:39 Fjölni í vil.

Skagamenn misstu af sigri á móti Fjölni í spennuleik - Skessuhorn