Indriði Áki Þorláksson er kominn aftur á æskuslóðirnar. Ljósm. kfia
2. október 2021
Miðjumaðurinn Indriði Áki Þorláksson hefur gert samning við Knattspyrnufélag ÍA út tímabilið 2024. Indriði Áki er 27 ára gamall, alinn upp á Akranesi og spilaði með yngri flokkum félagsins upp í 3. flokk en færði sig árið 2012 yfir til Vals í 2. flokki. Hann hefur spilað víða á ferlinum í meistaraflokki; með Val, Leikni R., Keflavík, Haukum, Kára, Víkingi Ólafsvík og kemur til félagsins frá Fram en hann hefur spilað alls 168 deildarleiki með þessum liðum og skorað 23 mörk.