Íþróttir
Þórður Freyr var öflugur á móti Hrunamönnum. Hér í leik á móti Þór Akureyri fyrr í vetur. Ljósm. Jónas H. Ottósson

Fimmta tap Skagamanna í röð

Hrunamenn og ÍA mættust í 1. deild karla í körfuknattleik síðasta föstudagskvöld og var viðureignin á Flúðum. Fyrir leikinn voru Skagamenn með 10 stig og Hrunamenn með 12 stig og gat ÍA því með sigri jafnað þá að stigum í deildinni. Fyrsti leikhluti var jafn og spennandi allan tímann, liðin skiptust á að ná forystu og staðan var jöfn þegar leikhlutanum lauk, 24:24. Hrunamenn náðu síðan góðum kafla í öðrum leikhluta og voru komnir með tíu stiga forskot eftir tæpar sjö mínútur, 42:32, en Skagamenn tóku þá sprett og skoruðu sjö stig í röð áður en Hrunamaðurinn Ahmad Gilbert setti niður tveggja stiga skotstökk á síðustu mínútunni. Fimm stig skildu því liðin að þegar þau tóku hálfleikshléið, staðan 44:39 fyrir Hrunamönnum.

Fimmta tap Skagamanna í röð - Skessuhorn