Íþróttir

true

Alex Davey semur við ÍA til eins árs

Varnarmaðurinn Alexander Davey, sem hefur leikið með Skagamönnum síðustu tvö ár, hefur gert samning við ÍA sem gildir út tímabilið 2023. Alex er fæddur árið 1994 og hefur leikið alls 28 deildarleiki og skorað tvö mörk fyrir ÍA á þessum tíma. Í byrjun nóvember kom fram í tilkynningu á FB síðu Knattspyrnufélags ÍA að heimild…Lesa meira

true

Heiður fær fjölmörg tilboð frá háskólum í Ameríku

Heiður Karlsdóttir körfuknattleikskona, sem nú spilar með Fjölni í Grafarvogi, hefur samkvæmt heimildum karfan.is fengið tilboð frá 35 skólum í bandaríska háskólaboltanum um námsstyrk og að spila með liðum skólanna. Hún mun þó ekki fara út eftir yfirstandandi tímabil, þar sem að hún á enn eitt ár eftir af framhaldsskóla hérlendis. Samkvæmt heimildum Körfunnar er…Lesa meira

true

Snæfell úr leik í VÍS bikarnum eftir tap á móti Haukum

Fyrstu deildar lið Snæfells og úrvalsdeildarlið Hauka áttust við í undanúrslitum VÍS bikarsins í körfuknattleik í gær og fór viðureignin fram í Laugardalshöll. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og liðin skiptust á að ná forskoti. Þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta í stöðunni 16:16 skelltu Haukakonur í lás, spiluðu hörkuvörn og skoruðu…Lesa meira

true

VÍS bikarvikan hefst í dag með leik Snæfells og Hauka

Hin árlega VÍS bikarvika hefst í dag með undanúrslitaleikjum kvenna og á morgun leika karlaliðin sín undanúrslit. Fram undan eru tólf leikir á sex dögum, þar sem tíu bikarmeistarar verða krýndir frá 9. flokki upp í meistaraflokk. Eins og áður sagði hefst vikan á undanúrslitaleikjum kvenna. Fyrri leikurinn hefst klukkan 17:15 í dag en það…Lesa meira

true

Skagamenn töpuðu á móti Ármanni

Ármann og ÍA léku í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í Kennaraháskólanum í Reykjavík. Skagamenn skoruðu fyrstu fimm stig leiksins og voru með tíu stiga forystu eftir fimm mínútna leik, 7:17. En í stöðunni 9:22 mínútu síðar fóru heimamenn á flug, skoruðu ellefu stig í röð á rúmum tveggja mínútna…Lesa meira

true

Þórdís valin þjálfari ársins hjá Fimleikasambandi Íslands

Uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands fyrir árið 2022 fór fram í Laugardalshöll fimmtudaginn 5. janúar síðastliðinn. Árangri fimleika á Íslandi árið 2022 var fagnað og að venju var tækifærið nýtt til að veita ýmsar viðurkenningar til einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum til íslensku fimleikahreyfingarinnar. Þjálfari ársins kemur úr röðum Fimleikafélags ÍA í ár, en Þórdís…Lesa meira

true

Snæfell tapaði eftir framlengingu

Hamar/Þór og Snæfell áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik á laugardaginn og fór leikurinn fram í Hveragerði. Snæfell, sem lék án fyrirliðans Rebekku Ránar Karlsdóttur sem var veik, byrjaði mun betur í leiknum og komst í 3:12 eftir rúmar fimm mínútur. Þá fóru heimakonur loks í gang og staðan 13:18 Snæfelli í vil…Lesa meira

true

Skallagrímur lagði Hrunamenn

Hrunamenn og Skallagrímur mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram á Flúðum. Heimamenn byrjuðu betur, komust í 5:0 og 8:2 en þá vöknuðu gestirnir og komu sér inn í leikinn. Þegar rúmar sex mínútur voru liðnar af fyrsta leikhluta í stöðunni 14:14 skoraði Skallagrímur tíu stig í röð og…Lesa meira

true

Tíu í kjöri til íþróttamanneskju Borgarfjarðar

Þrettán voru tilnefndir hjá Ungmennasambandi Borgarfjarðar til Íþróttamanneskju ársins 2022. Kosningin fór fram milli jóla og nýárs en úrslit verða tilkynnt á þrettándanum, 6. janúar klukkan 17 í Hjálmakletti. Eftirfarandi tíu einstaklingar eru í kjöri: Alexandrea Rán Guðnýjardóttir, kraftlyftingar. Bjarki Pétursson, golf. Bjarni Guðmann Jónsson, körfuknattleikur. Brynjar Snær Pálsson, knattspyrna. Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir, frjálsar íþróttir.…Lesa meira

true

Magnea áfram hjá ÍA

Magnea Guðlaugsdóttir þjálfari kvennaliðs ÍA í knattspyrnu verður áfram þjálfari liðsins. Þetta kom fram á fundi með henni og leikmönnum liðsins í morgun en í byrjun desember hafði Magnea tilkynnt leikmönnum sínum að hún yrði ekki við stjórnvölinn á næsta tímabili. Magnea segir í stuttu spjalli við Skessuhorn að hún væri hætt við að hætta.…Lesa meira