
Snæfellskonur töpuðu eftir framlengingu á móti Hamri/Þór. Ljósm. sá
Snæfell tapaði eftir framlengingu
Hamar/Þór og Snæfell áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik á laugardaginn og fór leikurinn fram í Hveragerði. Snæfell, sem lék án fyrirliðans Rebekku Ránar Karlsdóttur sem var veik, byrjaði mun betur í leiknum og komst í 3:12 eftir rúmar fimm mínútur. Þá fóru heimakonur loks í gang og staðan 13:18 Snæfelli í vil við lok fyrsta leikhluta. Hamar/Þór náði að minnka muninn í eitt stig strax í byrjun annars leikhluta en síðan tók Snæfell yfir í leiknum. Þær náðu mest tíu stiga forystu en höfðu sex stig í forskot þegar flautað var til hálfleiks, staðan 26:32.