Íþróttir
Fyrirliðinn Rebekka Rán sækir að körfu Hauka í leiknum. Ylenia Maria Bonett horfir á álengdar. Ljósm. Þorsteinn Eyþórsson.

Snæfell úr leik í VÍS bikarnum eftir tap á móti Haukum

Fyrstu deildar lið Snæfells og úrvalsdeildarlið Hauka áttust við í undanúrslitum VÍS bikarsins í körfuknattleik í gær og fór viðureignin fram í Laugardalshöll. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og liðin skiptust á að ná forskoti. Þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta í stöðunni 16:16 skelltu Haukakonur í lás, spiluðu hörkuvörn og skoruðu síðustu ellefu stig leikhlutans, staðan allt í einu orðin 27:16 fyrir Haukum og ljóst að erfiður róður var framundan hjá Snæfelli. Það varð raunin því Haukakonur létu kné fylgja kviði og um miðjan annan leikhluta var forysta þeirra komin yfir 20 stig, 45:24. Stigahæsti leikmaður Snæfells í leiknum, hin bandaríska Chea Rael Whitsitt, gerði hvað hún gat til að halda Snæfelli inni í leiknum en vantaði aðstoð liðsfélaganna sem náðu ekki að láta til sín taka. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 55:32 Haukum í vil og úrslit leiksins nánast ráðin.

Snæfell úr leik í VÍS bikarnum eftir tap á móti Haukum - Skessuhorn