Íþróttir
Skagamenn hafa aðeins gefið eftir í síðustu leikjum. Ljósm. glh

Skagamenn töpuðu á móti Ármanni

Ármann og ÍA léku í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í Kennaraháskólanum í Reykjavík. Skagamenn skoruðu fyrstu fimm stig leiksins og voru með tíu stiga forystu eftir fimm mínútna leik, 7:17. En í stöðunni 9:22 mínútu síðar fóru heimamenn á flug, skoruðu ellefu stig í röð á rúmum tveggja mínútna kafla og staðan 20:22. Marko Jurica átti síðasta orðið í leikhlutanum fyrir ÍA þegar hann hitti úr þriggja stiga skoti á lokasekúndunni, staðan 20:25 fyrir ÍA. Eftir tveggja mínútna leik í öðrum leikhluta höfðu heimamenn jafnað metin og voru komnir með fimm stiga forystu eftir rúmar fimm mínútur, staðan 41:36 fyrir Ármanni. Þeir juku síðan við forskotið næstu mínútur og munurinn var ellefu stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 51:40 Ármanni í vil.

Skagamenn töpuðu á móti Ármanni - Skessuhorn