2. október 2021
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands

Fréttaveita Vesturlands

StyrkjaGerast áskrifandi
StyrkjaGerast áskrifandi
  • Fréttir
  • Veröld
  • Aðsendar greinar
  • Viðburðir
  • Nýjasta blaðið
Íþróttir10.01.2023 08:01
Skagamenn hafa aðeins gefið eftir í síðustu leikjum. Ljósm. glh

Skagamenn töpuðu á móti Ármanni

05.02.2023 15:10

„Þú þarft einhvern sem getur sagt þér til og þannig náð árangri“

Lesa meira

05.02.2023 12:24

Þriðjudagslægðin gæti orðið snörp

Lesa meira

05.02.2023 09:31

Sviptivindasamt í dag á Snæfellsnesi og víðar

Lesa meira

05.02.2023 08:50

Nýtt íþróttahús yrði ígildi hallar

Lesa meira

04.02.2023 11:57

Skallagrímur vann nauman sigur í nágrannaslagnum

Lesa meira

04.02.2023 08:01

Ljósmæður á Akranesi – Frumkvöðlar í fæðingahjálp

Lesa meira

Hleð...
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 Garðabraut 2a 300 Akranes Sími 433 5500 Ritstjórn: skessuhorn@skessuhorn.is
  • Senda inn efni
  • Nýburar
  • Auglýsingar
  • Starfsfólk
  • Fyrirtækið
  • Nýjasta blaðið
Facebook
Instagram
Twitter
LinkedIn

© 2017–2023 Allur réttur áskilinn Skessuhorn.

Ármann og ÍA léku í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í Kennaraháskólanum í Reykjavík. Skagamenn skoruðu fyrstu fimm stig leiksins og voru með tíu stiga forystu eftir fimm mínútna leik, 7:17. En í stöðunni 9:22 mínútu síðar fóru heimamenn á flug, skoruðu ellefu stig í röð á rúmum tveggja mínútna kafla og staðan 20:22. Marko Jurica átti síðasta orðið í leikhlutanum fyrir ÍA þegar hann hitti úr þriggja stiga skoti á lokasekúndunni, staðan 20:25 fyrir ÍA. Eftir tveggja mínútna leik í öðrum leikhluta höfðu heimamenn jafnað metin og voru komnir með fimm stiga forystu eftir rúmar fimm mínútur, staðan 41:36 fyrir Ármanni. Þeir juku síðan við forskotið næstu mínútur og munurinn var ellefu stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 51:40 Ármanni í vil.

Skagamenn sóttu í sig veðrið í þriðja leikhluta og um miðjan leikhlutann var munurinn kominn niður í aðeins tvö stig, 55:53. Þegar honum lauk var fimm stiga munur á liðunum og allt útlit fyrir spennandi síðasta fjórðung, staðan 63:58 fyrir Ármanni. Skagamenn náðu að halda sér inn í leiknum fyrstu mínúturnar í fjórða leikhluta og staðan 73:69 eftir rúman fimm mínútna leik. En Ármenningar voru sterkari á endasprettinum, á síðustu mínútunni skoruðu þeir úr þremur vítaskotum og áttu síðan síðasta orðið með körfu frá William Thompson, lokatölur 83:73 Ármanni í hag.

Hjá ÍA var Marko Jurica með 21 stig og 11 fráköst, Jalen Dupree var með 19 stig og 15 fráköst og Þórður Freyr Jónsson með 13 stig. Hjá Ármanni var Illugi Steingrímsson með 19 stig, William Thompson með 16 stig og 13 fráköst og Egill Jón Ragnarsson með 13 stig.

Næsti leikur ÍA er á móti Fjölni mánudaginn 16. janúar í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi og hefjast leikar klukkan 19.15.