Íþróttir

true

Íþróttamaður Grundarfjarðar kjörinn á morgun

Þrjár tilnefningar bárust til kjörs á íþróttamanni Grundarfjarðar árið 2022 og verða úrslitin gerð kunn við hátíðlega athöfn í Samkomuhúsinu í Grundarfirði á gamlársdag, laugardaginn 31. desember klukkan 11. Við sama tækifæri verða sjálfboðaliðar heiðraðir fyrir óeigingjörn störf í þágu íþrótta- og tómstundalífs í Grundarfirði og sængurgjöf samfélagsins afhent foreldrum barna sem fæddust árið 2022.…Lesa meira

true

Gamlárshlaup ÍA á Akranesi

Á morgun, gamlársdag, geta bæjarbúar á Akranesi og nágrenni hlaupið út árið í árlegu Gamlárshlaupi ÍA. Að þessu sinni er hlaupið fjáröflun fyrir meistaraflokk kvenna í knattspyrnu og kostar þúsund krónur að taka þátt. Hægt verður að velja um tvær vegalengdir; 2 km og 5 km. Allir hlauparar fara sjálfkrafa í pott og verða nokkrir…Lesa meira

true

Skallagrímur með stórsigur á Þór Akureyri

Skallagrímsmenn gerðu sér ferð norður á föstudaginn og léku gegn heimamönnum í Þór í 1. deild karla í körfuknattleik í Höllinni á Akureyri. Það var jafnt á öllum tölum í byrjun leiks en um rúman miðjan fyrsta leikhluta var staðan orðin 14:22 gestunum í vil. Sá munur breyttist lítið fram að lokum hans og staðan…Lesa meira

true

Jólasveinar briddsfélagsins

Lokapunktur á haustönn Bridgefélags Borgarfjarðar er jafnan Jólasveinatvímenningur á föstudegi í aðdraganda jóla. Þá draga spilarar spil úr stokknum og mynda þannig pör. Síðastliðinn föstudag var spilað á sjö borðum. Úrslit urðu þau að Skagamaðurinn Viktor Björnsson ásamt Kristjáni Hallgrímssyni úr Borgarnesi báru sigur úr býtum með talsverðum yfirburðum, eða 62,92% skori. Í öðru sæti…Lesa meira

true

Arnleifur með tveggja ára samning við ÍA

Arnleifur Hjörleifsson er genginn til liðs við Knattspyrnufélag ÍA og hefur skrifað undir samning sem gildir til ársins 2024. Arnleifur er vinstri bakvörður og á að baki alls 91 deildarleik með Skallagrími, Kára og Kórdrengjum og hefur skorað í þeim leikjum níu mörk. Arnleifur sem er fæddur árið 2000 er uppalinn í Ólafsvík en með…Lesa meira

true

Snæfell komið í undanúrslit í VÍS bikar kvenna

Það var ljóst síðasta laugardag að fyrstu deildar lið Snæfells er komið í undanúrslit annað árið í röð í VÍS bikar kvenna í körfuknattleik eftir sigur á úrvalsdeildarliði Fjölnis í 8-liða úrslitunum. Það sást strax í leiknum að Snæfellskonur báru enga virðingu fyrir Fjölniskonum þó þær væru einni deild ofar því Snæfell skoruðu fyrstu tíu…Lesa meira

true

Skagamenn með tap á móti Hamri

Hamar og ÍA mættust í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Hveragerði. ÍA byrjaði betur í leiknum og komst í 2:8 en þegar leið á fyrsta leikhluta voru heimamenn komnir með tíu stiga forystu, 26:16, og við lok hans var staðan svipuð, 32:24 fyrir Hamar. Um miðjan annan leikhluta…Lesa meira

true

Snæfell fór létt með Ármann

Ármann og Snæfell áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og fór viðureignin fram í Kennaraháskólanum í Reykjavík. Leikurinn fór rólega af stað og eftir rúmar fjórar mínútur var staðan 5:9 fyrir Snæfelli. Þá skelltu Snæfellskonur í lás fram að lokum fyrsta leikhluta, skoruðu níu stig gegn engu frá Ármanni og staðan…Lesa meira

true

Kristín vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu

Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona úr Borgarfirði gerði það gott á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum sem fram fór í Skiernewice í Póllandi um helgina. Kristín keppti í -84 kílógramma flokki og var fyrir fram búist við einvígi milli hennar og Agötu Sitko frá Póllandi. Svo fór þó að sú pólska vann til gullverðlauna og lyfti samanlagt 582,5…Lesa meira

true

Íþróttamaður ársins verðlaunaður og heiðursfélaganafnbót veitt á aðalfundi Borgfirðings

Aðalfundur hestamannafélagsins Borgfirðings fór fram sl. þriðjudag en þar var íþróttamaður félagsins þetta árið verðlaunaður ásamt því að veittar voru heiðursfélagaviðurkenningar. Þau Marteinn Valdimarsson, Halldór Sigurðsson, Guðrún Fjeldsted og Kristján Gíslason hlutu heiðursfélaganafnbót þetta árið og voru sérstaklega heiðruð með viðurkenningu og gjöf. Kristín Eir Hauksdóttir Holaker er íþróttamaður Borgfirðings 2022 en hún átti sterkt…Lesa meira