Íþróttir
Björgvin Hafþór var öflugur á móti Þór. Ljósm. glh

Skallagrímur með stórsigur á Þór Akureyri

Skallagrímsmenn gerðu sér ferð norður á föstudaginn og léku gegn heimamönnum í Þór í 1. deild karla í körfuknattleik í Höllinni á Akureyri. Það var jafnt á öllum tölum í byrjun leiks en um rúman miðjan fyrsta leikhluta var staðan orðin 14:22 gestunum í vil. Sá munur breyttist lítið fram að lokum hans og staðan 21:27 fyrir Skallagrími. Um tæpan miðjan annan leikhluta var Skallagrímur sjö stigum yfir í leiknum, 30:37, en þá skoruðu Þórsarar tíu stig í röð og voru komnir með forystu, staðan 40:37 fyrir Þór. Keith Jordan Jr. átti síðan síðasta orðið og skotið þegar hann kom Skallagrími í þriggja stiga forskot á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks, staðan 44:47 Skallagrími í vil.

Skallagrímur með stórsigur á Þór Akureyri - Skessuhorn