Fréttir

true

Reykholtshátíð hefst á föstudaginn

Reykholtshátíð er ein elsta samfellt starfandi tónlistarhátíð landsins og fer hún að vanda fram síðustu helgina í júlí, dagana 25.-27. júlí. Flytjendur á hátíðinni að þessu sinni eru söngkonurnar Hallveig Rúnarsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir, Cantoque Ensemble, píanóleikararnir Guðrún Dalía Salomónsdóttir, Elena Postumi og Domenico Codispoti, fiðluleikararnir Joaquín Páll Palomares og Pétur Björnsson, Þórunn Ósk Marinósdóttir…Lesa meira

true

Tilboð í neyðarframkvæmdir talsvert undir áætlun

Tvö tilboð bárust í útboði Vegagerðarinnar á styrkingu og malbikun á vegum á Vestursvæði. Framkvæmdin er hluti af svokölluðum neyðarframkvæmdum sem ráðast þurfti í vegna mjög slæms ástands vegakerfisins. Alþingi samþykkti aukafjárveitingu til framkvæmdarinnar á dögunum. Um er að ræða eins kílómetra kafla á Vestfjarðavegi beggja vegna við núverandi malbik í Búðardal, malbikun á tveimur…Lesa meira

true

Blaðið í frí en vefurinn virkur

Skessuhorn kom út í morgun og fer nú þorri starfsfólks blaðsins í tveggja vikna sumarleyfi. Útgáfuhlé verður því á blaðinu á meðan. Starfsfólk kemur úr fríi 5. ágúst og mun næsta blað verða gefið út miðvikudaginn 13. ágúst. Vefur Skessuhorns verður virkur þennan tíma. Bent er á netfangið hj@skessuhorn.is en Halldór Jónsson blaðamaður mun standa…Lesa meira

true

„Á enn eftir að rækta minn besta hest“

Hestafólkið Anna Dóra Markúsdóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson hafa áhyggjur af of lítilli nýliðun í hestamennskunni. Ræktun þeirra hjóna á Bergi í Grundarfirði hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir glæsileg hross og góðan árangur Það er sannarlega draumur hvers hestamanns að eignast afburða hross, og þá ekki síður að rækta sína gæðinga. Afburðahross má, oft, kaupa…Lesa meira

true

Enn gýs úr einum gíg

Gosvirkni við Sundhnjúksgíga hefur verið stöðug í nótt, að sögn Veðurstofunnar. Áfram gýs úr einum gíg og hraun rennur til austurs í Fagradal. Seinnipartinn í gær og fram á kvöld mældist gosmóða á suðvestur- og suðurhluta landsins. Í dag mun gasmengun berast til austurs og norðaustur og gæti hennar orðið vart á Suðurlandi í dag…Lesa meira

true

Heildartekjur hæstar í Skorradal, Snæfellsbæ og Stykkishólmi

Meðalatvinnutekjur á Vesturlandi voru á síðasta ári hæstar í Snæfellsbæ. Á sama tíma voru fjármagnstekjur langhæstar í Stykkishólmi. Í báðum tilfellum er um að ræða talsvert hærri meðaltekjur en á landinu öllu. Hlutur Akraneskaupstaðar fer frekar lækkandi í samanburði við landsmeðaltal síðustu tíu árin. Snæfellsbær er ávallt við efstu mörk. Þetta kemur fram í nýjum…Lesa meira

true

Byggðaröskun getur orðið fylgifiskur rangra ákvarðana í vegamálum

Sigrún Hanna Sigurðardóttir bóndi á Lyngbrekku á Fellsströnd í Dölum segir að vegakerfið um Fellsströnd sé engan veginn í takti við nútímann. Það hamli nú svo eðlilegri þróun og framförum í búskap að ábúendur þurfi hugsanlega að bregða búi innan örfárra ára verði ekkert að gert. Forgangsröðun í samgöngumálum snúist ekki um þarfir íbúa heldur…Lesa meira

true

Annir í umferðareftirliti

Ýmis mál komu til kasta Lögreglunnar á Vesturlandi í vikunni sem leið. Þannig var einstaklingur handtekinn grunaður um ölvun við akstur og annar kærður fyrir vörslu fíkniefna. Þrír voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og aðrir þrír fyrir notkun farsíma við akstur. Alls voru 98 ökumenn stöðvaðir af lögreglu fyrir of hraðan akstur.…Lesa meira

true

Loðnuvinnslan hf. kaupir Ebba-útgerð ehf. á Akranesi

Loðnuvinnslan hf. á Fáskrúðsfirði hefur keypt allt hlutafé Ebba-útgerðar ehf. á Akranesi. Ebbi-útgerð hefur á undanförnum árum gert út bátinn Ebba AK-37 frá Akranesi en útgerð hans hefur nú verið hætt. Fiskveiðiheimildir Ebba á yfirstandandi fiskveiðiári eru um 170 þorskígildistonn. Garðar Svavarsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. staðfesti í samtali við Skessuhorn að gengið hefði verið frá…Lesa meira

true

Breskt bílafyrirtæki kaupir Öskju og tengd fyrirtæki

Vekra ehf. hefur undirritað samning um sölu á öllu hlutafé í Bílaumboðinu Öskju, Unu, Dekkjahöllinni og Landfara til breska bílafyrirtækisins Inchcape. Kaupandinn sérhæfir sig í sölu og dreifingu á bifreiðum á heimsvísu og er fyrirtækið skráð í Kauphöllina í London. Gert er ráð fyrir að afhending félaganna fari fram í september, að því er kemur…Lesa meira