
Tilboð í neyðarframkvæmdir talsvert undir áætlun
Tvö tilboð bárust í útboði Vegagerðarinnar á styrkingu og malbikun á vegum á Vestursvæði. Framkvæmdin er hluti af svokölluðum neyðarframkvæmdum sem ráðast þurfti í vegna mjög slæms ástands vegakerfisins. Alþingi samþykkti aukafjárveitingu til framkvæmdarinnar á dögunum. Um er að ræða eins kílómetra kafla á Vestfjarðavegi beggja vegna við núverandi malbik í Búðardal, malbikun á tveimur köflum á Vestfjarðavegi um Bröttubrekku samtals um 1,7 km og einnig á um 900 metra kafla á hringvegi frá Borgarnesi og norður.