
Loðnuvinnslan hf. kaupir Ebba-útgerð ehf. á Akranesi
Loðnuvinnslan hf. á Fáskrúðsfirði hefur keypt allt hlutafé Ebba-útgerðar ehf. á Akranesi. Ebbi-útgerð hefur á undanförnum árum gert út bátinn Ebba AK-37 frá Akranesi en útgerð hans hefur nú verið hætt. Fiskveiðiheimildir Ebba á yfirstandandi fiskveiðiári eru um 170 þorskígildistonn.