Fréttir
Vegurinn að Hvammsá var endurbættur en brúin er sú sama. Til vinstri á myndinni má sjá hjáleiðina sem lögð var yfir ána á meðan á framkvæmdum við veginn stóð. Hjáleiðin yfir ána nýttist betur en núverandi vegur með gömlu brúnni. Hjáleiðin hefur nú verið fjarlægð og brúin að niðurlotum komin. Ljósm. aðsend

Byggðaröskun getur orðið fylgifiskur rangra ákvarðana í vegamálum

Sigrún Hanna Sigurðardóttir bóndi á Lyngbrekku á Fellsströnd í Dölum segir að vegakerfið um Fellsströnd sé engan veginn í takti við nútímann. Það hamli nú svo eðlilegri þróun og framförum í búskap að ábúendur þurfi hugsanlega að bregða búi innan örfárra ára verði ekkert að gert. Forgangsröðun í samgöngumálum snúist ekki um þarfir íbúa heldur í sumum tilfellum sérhagsmunum fárra aðila.

Byggðaröskun getur orðið fylgifiskur rangra ákvarðana í vegamálum - Skessuhorn