
Breskt bílafyrirtæki kaupir Öskju og tengd fyrirtæki
Vekra ehf. hefur undirritað samning um sölu á öllu hlutafé í Bílaumboðinu Öskju, Unu, Dekkjahöllinni og Landfara til breska bílafyrirtækisins Inchcape. Kaupandinn sérhæfir sig í sölu og dreifingu á bifreiðum á heimsvísu og er fyrirtækið skráð í Kauphöllina í London. Gert er ráð fyrir að afhending félaganna fari fram í september, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Jón Trausti Ólafsson verður áfram forstjóri bílaumboðsins.