
Þétt setin Reykholtskirkja á tónleikum á síðasta ári.
Reykholtshátíð hefst á föstudaginn
Reykholtshátíð er ein elsta samfellt starfandi tónlistarhátíð landsins og fer hún að vanda fram síðustu helgina í júlí, dagana 25.-27. júlí. Flytjendur á hátíðinni að þessu sinni eru söngkonurnar Hallveig Rúnarsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir, Cantoque Ensemble, píanóleikararnir Guðrún Dalía Salomónsdóttir, Elena Postumi og Domenico Codispoti, fiðluleikararnir Joaquín Páll Palomares og Pétur Björnsson, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu og Sigurður Bjarki Gunnarsson á selló en þau eru jafnframt listrænir stjórnendur hátíðarinnar.