Fréttir

Heildartekjur hæstar í Skorradal, Snæfellsbæ og Stykkishólmi

Meðalatvinnutekjur á Vesturlandi voru á síðasta ári hæstar í Snæfellsbæ. Á sama tíma voru fjármagnstekjur langhæstar í Stykkishólmi. Í báðum tilfellum er um að ræða talsvert hærri meðaltekjur en á landinu öllu. Hlutur Akraneskaupstaðar fer frekar lækkandi í samanburði við landsmeðaltal síðustu tíu árin. Snæfellsbær er ávallt við efstu mörk. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Niðurstöðurnar byggja á skattframtölum einstaklinga 16 ára og eldri sem eru skattskyldir á Íslandi.