Fréttir

true

Einar Margeir mættur til Singapore

Einar Margeir Ágústsson, sundmaður frá Sundfélagi Akraness, er nú staddur í Singapore þar sem hann undirbýr sig fyrir heimsmeistaramótið í 50 metra laug, sem hefst á sunnudaginn. Íslenski landsliðshópurinn lagði af stað á föstudaginn og hófst ferðin með æfingu í Helsinki meðan beðið var eftir tengiflugi. Komið var til Singapore á laugardaginn og þar fara…Lesa meira

true

Fjölgun húsaleigusamninga

Alls tóku 8.995 nýir leigusamningar gildi samkvæmt leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á fyrri helmingi þessa árs. Á sama tímabili í fyrra tóku 8.060 leigusamningar gildi og því fjölgaði nýskráðum leigusamningum í leiguskrá um 11,6% milli ára. Leigusamningum fjölgaði hlutfallslega mest á landsbyggðinni en rúmlega þriðjungi fleiri samningar voru skráðir um íbúðir þar í ár samanborið…Lesa meira

true

Landsnet óskar þriðja sinni skipunar Raflínunefndar Holtavörðuheiðarlínu

Landsnet hefur farið þess á leit við Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra að skipuð verði sérstök Raflínunefnd vegna fyrirhugaðrar lagningar Holtavörðulínu 1. Þetta er þriðja beiðni Landsnets í þessa veruna en fyrri beiðnum hefur ráðherra skipulagsmála hafnað. Málið snertir skipulagsvald fjögurra sveitarfélaga sem línan mun liggja um. Umsagnir sveitarfélaganna nú eru misjafnar. Skipan sérstakrar raflínunefndar…Lesa meira

true

Leirlistafélagið í leirferð um vestanvert landið

Um næstsíðustu helgi fékk Leirlistafélag Íslands heimsókn þriggja keramikera frá Þýskalandi. Það voru þær Grit, Daniela og Evelyn, en þær voru sérstaklega forvitnar um íslenskan leir. Félagar í Leirlistafélaginu tóku sig til og skipulögðu leir-ferðalag og Vesturland varð fyrir valinu. Ferðin lá fyrst í Bjarnarfjörðinn á sunnanverðum Ströndum þar sem fræðst var um leirinn sem…Lesa meira

true

Lögregla óskar eftir vitnum að umferðaróhappi

Í tilkynningu á FB síðu Lögreglunnar á Vesturlandi er óskað eftir vitnum að umferðaróhappi sem átti sér stað föstudaginn 11. júlí um klukkan 11:19 við Menntaskólann í Borgarnesi. „Svartri Toyota Land Cruiser 150 bifreið, með hjólhýsi í eftirdragi, var ekið inn á bifreiðastæðið og lagt við hlið Peugot bifreiðar. Er ökumaður Toyota bifreiðarinnar ók síðan…Lesa meira

true

Flestir fluttu innan landshlutans

Alls flutti 201 íbúi á Vesturlandi lögheimili sitt í júní, að því er fram kemur í tölum frá Þjóðskrá. Flestir þeirra fluttu innan landshlutans eða 123 íbúar. Til höfuðborgarsvæðisins fluttu 49, til Norðurlands eystra flutt tíu íbúar og tíu fluttu einnig til Suðurnesja. Til Norðurlands vestra fluttu fjórir af Vesturlandi, þrír fluttu á Suðurland og…Lesa meira

true

Næsta blað það síðasta fyrir sumarleyfi

Skessuhorn verður prentað og gefið út miðvikudaginn 23. júlí en fer eftir það í tveggja vikna útgáfufrí. Bent er á beint netfang auglýsingadeildar; anita@skessuhorn.is og síma 865-1233. Næsta blað eftir sumarleyfi verður gefið út miðvikudaginn 13. ágúst. Fréttavakt verður áfram á vef Skessuhorns og bent á beint netfang: hj@skessuhorn.is vilji menn koma með ábendingar um…Lesa meira

true

Góðir sigrar Vesturlandsliðanna í annarri deild

Vesturlandsliðin Víkingur Ólafsvík og Kári á Akranesi unnu bæði leiki sína í þrettándu umferð annarrar deildar knattspyrnu karla sem fram fór í gær. Það voru Víðismenn í Garði sem sóttu Víking heim. Markús Máni Jónsson náði forystu fyrir gestina á 10. mínútu en Hektor Bergmann Garðarsson jafnaði fyrir heimamenn á 38. mínútu. Hektor Bergmann var…Lesa meira

true

Enn mikil mengun á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi

Í nótt hefur eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni áfram verið stöðugt og virkni enn í tveimur gígum. Nú í morgun mælist gasmengun brennisteinsdíoxíðar ásamt gosmóðu á suðvestur horninu. Brennisteinsdíoxíð (SO2) mælist í magni sem er óhollt fyrir viðkvæma einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hafa íbúar á Akranesi margir fundið fyrir óþægindum í öndunarvegi…Lesa meira

true

ÍA á sigurbraut í Lengjudeildinni

Lið ÍA í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu vann sinn þriðja leik í röð þegar þær þær mættu KR í vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Skagakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og Erna Björt Elíasdóttir náði forystunni strax á 9. mínútu. Sigrún Eva Sigurðardóttir fylgdi því svo eftir með öðru marki á 22. mínútu. Karen Guðmundsdóttir minnkaði…Lesa meira