Fréttir

true

Enn gýs úr einum gíg

Gosvirkni við Sundhnjúksgíga hefur verið stöðug í nótt, að sögn Veðurstofunnar. Áfram gýs úr einum gíg og hraun rennur til austurs í Fagradal. Seinnipartinn í gær og fram á kvöld mældist gosmóða á suðvestur- og suðurhluta landsins. Í dag mun gasmengun berast til austurs og norðaustur og gæti hennar orðið vart á Suðurlandi í dag…Lesa meira

true

Heildartekjur hæstar í Skorradal, Snæfellsbæ og Stykkishólmi

Meðalatvinnutekjur á Vesturlandi voru á síðasta ári hæstar í Snæfellsbæ. Á sama tíma voru fjármagnstekjur langhæstar í Stykkishólmi. Í báðum tilfellum er um að ræða talsvert hærri meðaltekjur en á landinu öllu. Hlutur Akraneskaupstaðar fer frekar lækkandi í samanburði við landsmeðaltal síðustu tíu árin. Snæfellsbær er ávallt við efstu mörk. Þetta kemur fram í nýjum…Lesa meira

true

Byggðaröskun getur orðið fylgifiskur rangra ákvarðana í vegamálum

Sigrún Hanna Sigurðardóttir bóndi á Lyngbrekku á Fellsströnd í Dölum segir að vegakerfið um Fellsströnd sé engan veginn í takti við nútímann. Það hamli nú svo eðlilegri þróun og framförum í búskap að ábúendur þurfi hugsanlega að bregða búi innan örfárra ára verði ekkert að gert. Forgangsröðun í samgöngumálum snúist ekki um þarfir íbúa heldur…Lesa meira

true

Annir í umferðareftirliti

Ýmis mál komu til kasta Lögreglunnar á Vesturlandi í vikunni sem leið. Þannig var einstaklingur handtekinn grunaður um ölvun við akstur og annar kærður fyrir vörslu fíkniefna. Þrír voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og aðrir þrír fyrir notkun farsíma við akstur. Alls voru 98 ökumenn stöðvaðir af lögreglu fyrir of hraðan akstur.…Lesa meira

true

Loðnuvinnslan hf. kaupir Ebba-útgerð ehf. á Akranesi

Loðnuvinnslan hf. á Fáskrúðsfirði hefur keypt allt hlutafé Ebba-útgerðar ehf. á Akranesi. Ebbi-útgerð hefur á undanförnum árum gert út bátinn Ebba AK-37 frá Akranesi en útgerð hans hefur nú verið hætt. Fiskveiðiheimildir Ebba á yfirstandandi fiskveiðiári eru um 170 þorskígildistonn. Garðar Svavarsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. staðfesti í samtali við Skessuhorn að gengið hefði verið frá…Lesa meira

true

Breskt bílafyrirtæki kaupir Öskju og tengd fyrirtæki

Vekra ehf. hefur undirritað samning um sölu á öllu hlutafé í Bílaumboðinu Öskju, Unu, Dekkjahöllinni og Landfara til breska bílafyrirtækisins Inchcape. Kaupandinn sérhæfir sig í sölu og dreifingu á bifreiðum á heimsvísu og er fyrirtækið skráð í Kauphöllina í London. Gert er ráð fyrir að afhending félaganna fari fram í september, að því er kemur…Lesa meira

true

Birnir Breki nýr liðsmaður ÍA

Knattspyrnumaðurinn Birnir Breki Burknason hefur gengið til liðs við Bestu-deildarlið ÍA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HK. Birnir Breki er fæddur árið 2006 og er uppalinn HK-ingur. Hann hefur spilað 54 leiki í meistaraflokki liðsins allt frá því að hann þreytti frumraun sína í meistaraflokki árið 2023. Í leikjunum 54 hefur hann skorað 6…Lesa meira

true

Þverá að komast í 600 laxa

„Veiðin gekk vel hjá okkur og hollið fékk 70 laxa á þremur dögum, en fiskurinn tók svakalega grannt og við misstum marga,“ sagði Skúlisigurz Kristjánsson sem var að hætta veiðum á hádegi í gær í Þverá í Borgarfirði. Nú eru komnir 600 laxar á land og veiðin að glæðast verulega en eins og víða þarf…Lesa meira

true

Josip Barnjak til liðs við ÍA í körfunni

Það er skammt stórra högga á milli hjá Körfuknattleiksfélagi ÍA sem leika mun í Bónus deild karla næsta vetur. Í síðustu viku var tilkynnt um samning við Gojko Sudzum og nú bætist Josip Barnjak í hópinn. Josip er 26 ára gamall Króati, 190 cm að hæð og leikur sem skotbakvörður. Hann hefur leikið allan sinn…Lesa meira

true

Lokuðu gististað á Snæfellsnesi

Lögreglan á Vesturlandi fór í eftirlitsferð ásamt embættisfólki frá Skattinum og Vinnueftirlitinu í vikunni sem leið. Farið var í eftirlit með ferðaþjónustufyrirtækjum, gististöðum og veitingastöðum í umdæminu. Þar var hlutverk lögreglu að fylgjast með leyfismálum og dvalar- og atvinnuleyfum erlendra starfsmanna. Þetta var í þriðja skiptið á þessu ári sem embættið fer í slíkt eftirlit…Lesa meira