
Rúna Tómasdóttir með fallegan lax úr Þverá. Ljósm. Skúlisigurz
Þverá að komast í 600 laxa
„Veiðin gekk vel hjá okkur og hollið fékk 70 laxa á þremur dögum, en fiskurinn tók svakalega grannt og við misstum marga,“ sagði Skúlisigurz Kristjánsson sem var að hætta veiðum á hádegi í gær í Þverá í Borgarfirði. Nú eru komnir 600 laxar á land og veiðin að glæðast verulega en eins og víða þarf að rigna vel til að veiðin taki við sér.