
Lögregla óskar eftir vitnum að umferðaróhappi
Í tilkynningu á FB síðu Lögreglunnar á Vesturlandi er óskað eftir vitnum að umferðaróhappi sem átti sér stað föstudaginn 11. júlí um klukkan 11:19 við Menntaskólann í Borgarnesi. „Svartri Toyota Land Cruiser 150 bifreið, með hjólhýsi í eftirdragi, var ekið inn á bifreiðastæðið og lagt við hlið Peugot bifreiðar. Er ökumaður Toyota bifreiðarinnar ók síðan aftur af stað rakst afturendi hjólhýsisins utan í hægri hlið fólksbílsins. Tók ökumaður Toyota bifreiðarinnar ekki eftir óhappinu og ók af vettvangi. Þeir sem geta veitt lögreglu einhverjar upplýsingar um þetta mál mega gjarnan hafa samband við lögregu í síma 444 0300 eða senda okkur tölvupóst á vesturland@logreglan.is“