Fréttir

true

Drangar hf. orðið stórveldi í smásöluverslun hér á landi

Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Orkunnar á Samkaupum Samkeppniseftirlitið hefur nú fallist á kaup Orkunnar á Samkaupum. Félögin eru 68,3% í eigu Skel hf. og starfa á mörkuðum smásölu, bílaþjónustu og lyfsölu og hafa nú verið felld undir nýtt móðurfélag, Dranga hf. Í frétt Viðskiptablaðsins um sameininguna segir: „Í kjölfar samrunans afhentu fyrrum hluthafar Samkaupa 98,6% hlut…Lesa meira

true

Dýpra reyndist á fast undir fjölnota íþróttahús

Nokkur viðbótarkostnaður hefur þegar fallið á Borgarbyggð vegna byggingar fjölnota íþróttahúss við Skallagrímsvöll í Borgarnesi, en framkvæmdir hófust í vor. Við undirbúning framkvæmdarinnar voru gerðar rannsóknir á dýpi niður á fast á lóðinni og er dýpið mismunandi. Þegar verktakinn, Ístak hf., hóf framkvæmdir við að reka staura niður á fast kom í ljós að dýpið…Lesa meira

true

Urðu Símamótsmeistarar 2025

Eins og við sögðum frá í frétt nýverið lauk Símamótinu í knattspyrnu um síðustu helgi. Mikið fjör var í Kópavogi þessa daga sem mótið stóð yfir. Fjöldinn allur af stelpum víðsvegar af landinu kom saman og öttu kappi á iðagrænum Kópavogsvelli og í Fagralundi. Mörg lið mættu af Vesturlandi og var ekki annað að sjá…Lesa meira

true

Nýtt eldishús tekið í notkun í Miðskógi

Síðastliðinn föstudag var nýtt eldishús fyrir kjúklinga formlega tekið í notkun í Miðskógi í Dölum. Dalamönnum og öllum áhugasömum var boðið að skoða húsið og þiggja veitingar í boði ábúenda í Miðskógi og Reykjagarðs. Fjölmargir þáðu boðið. Í Miðskógi búa nú tvær kynslóðir bænda, hjónin Skúli Hreinn Guðbjörnsson og Guðrún Esther Jónsdóttir keyptu jörðina fyrir…Lesa meira

true

Sitja nú einir á botninum

Um hreinan botnbaráttuslag í Bónusdeildinni var að ræða í gær þegar ÍA sótti KA menn heim á Akureyri. KA menn byrjuðu vel og komu inn marki þegar korter var liðið af leik með marki frá hinum færeyska Jóan Símun Edmundsson. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en það voru hins vegar Skagamenn sem byrjuðu…Lesa meira

true

Hægum vindi spáð og gosmóðan því þrálát

Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið stöðugt í nótt, samkvæmt tilkynningu frá Náttúruvakt Veðurstofunnar. Virkni er áfram bundin við tvo gíga fyrir miðbik gossprungunnar. Áfram rennur hraun til austurs í Fagradal, en lélegt skyggni er á gosstöðvunum og ekki fæst séð hvort hraunjaðarinn hafi færst til í nótt.   Gasdreifingarspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir gasmengun (SO2)…Lesa meira

true

Rjúpnaveiðidagar verði þrjátíu á Vesturlandi

Náttúruverndarstofnun hefur sent umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tillögur sínar að stjórnun á rjúpnaveiði í haust. Rjúpustofninn er í sókn á Vesturlandi og því er lagt til að veiðidagar verði þar þrjátíu en í öðrum landshlutum er gerð tillaga um 15-45 veiðidaga. Tillögurnar byggja á aðferðarfræði nýrra stofnlíkana og svæðisbundinnar veiðistjórnunar sem var tekin upp í…Lesa meira

true

Meiru landað á Arnarstapa en Akranesi

Í júní var mestum afla landað í Grundarfirði af höfnum Vesturlands, eða 1.307 tonnum. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni. Í Rifi var landað 960 tonnum, í Ólafsvík 690 tonnum, í Stykkishólmi 262 tonnum og á Arnarstapa var landað 224 tonnum. Á Akranesi var landað 175 tonnum. Þær láta ekki mikið yfir sér þessar…Lesa meira

true

Borgarbyggð bakkar með annan áfanga niðurrifs í Brákarey

Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að bakka frá fyrri ákvörðun sinni um að flýta niðurrifi gamla sláturhússins í Brákarey. Ástæðan er sú að kostnaður við fyrsta áfanga hefur farið talsvert fram úr áætlun. Líkt og kom fram í frétt Skessuhorns ákvað byggðarráð 5. júní með tveimur atkvæðum Davíðs Sigurðssonar og Guðveigar…Lesa meira

true

Nýtt eldishús tekið í notkun í dag í Miðskógi

Í dag verður nýtt eldishús fyrir kjúklinga formlega tekið í notkun í Miðskógi í Dölum. Líkt og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hafa hjónin Skúli Hreinn Guðbjörnsson og Guðrún Esther Jónsdóttir staðið fyrir mikilli uppbyggingu í Miðskógi á undanförnum árum. Nýja eldishúsið er 860 fermetrar að stærð og fyrir er á jörðinni annað slíkt…Lesa meira