Fréttir

true

Olíver í austurveg til Póllands

Oliver Stefánsson knattspyrnumaður í ÍA hefur verið seldur til pólska félagsins GKS Tychy og hefur því spilað sinn síðasta leik með ÍA, í bili að minnsta kosti. GKS Tychy leikur í I liga í pólsku deildakeppninni sem er önnur efsta deildin. Keppnistímabil deildarinnar er að hefjast þessa dagana. GKS Tychy endaði í sjöunda sæti deildarinnar…Lesa meira

true

Veiðiþjófar gómaðir við Hörðudalsá

Síðastliðinn miðvikudag var nýtt holl veiðimanna að hefja veiðar í Hörðudalsá í Dölum. Hvar menn stóðu á árbakkanum við veiðar urðu þeir varir við að hundrað metrum ofar er hvítum Land Cruser jeppa lagt ofan við brúna. Út úr honum stíga þrír menn með veiðistangir. Byrja þeir að kasta fyrir fisk með spúni. Veiðimennirnir sem…Lesa meira

true

Ekki bætt í strandveiðipott þótt málaflokkurinn hafi verið færður

Eins og fram kom í fréttum í gær ákvað ríkisstjórnin að færa málaflokk strandveiða, ásamt öðrum hlutum byggðakerfis, úr atvinnuvegaráðuneytinu í innviðaráðuneytið. Þegar yfirlýsing þess efnis barst út í gær kviknaði veik von strandveiðisjómanna að ástæðan væri sú að Flokkur fólksins ætlaði með einhverjum ráðum að auka við aflaheimildir strandveiða. Sú von slokknaði undir kvöld…Lesa meira

true

Nýr leikmaður til Körfuknattleiksfélags ÍA

Körfuknattleiksfélag ÍA undirbýr nú næsta keppnistímabil þar sem liðið mun leika í Bónusdeildinni og þar að auki í nýrri íþróttahöll. Á dögunum var gengið frá samningi við Gojko Sudzum um að leika með ÍA. Gojko er 204 cm fram- og miðherji sem lék síðasta vetur með KK Jahorina Pale í efstu deild körfuboltans í Bosníu…Lesa meira

true

Allskyns mál komu á borð lögreglu

Nokkur meint lögbrot komu til kasta Lögreglunnar á Vesturlandi í vikunni sem leið. Einn er grunaður um brot á lögum um lax- og silungsveiði. Einn var kærður vegna ölvunar á almannafæri og annar var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og einn var kærður fyrir vörslu fíkniefna. Alls voru 59 ökumenn stöðvaðir…Lesa meira

true

Starfamessur verða á Vesturlandi í haust

Starfamessa 2025 er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands 2025. Haldnar verða þrjár starfamessur í öllum framhaldsskólum á Vesturlandi. Sú fyrsta verður í Fjölbrautaskóla Snæfellinga (FSN) í Grundarfirði þriðjudaginn 30. september, önnur í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi (MB) miðvikudaginn 1. október en sú síðasta í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akraensi föstudaginn 3. október. Starfamessa er viðburður þar…Lesa meira

true

Víkingur áfram en Kári úr leik í fotbolti.net bikarnum

Í gær voru spilaðir leikir í 16 liða úrslitum fotbolti.net bikarsins, en það er eins og kunnugt er bikarmót karlaliða í neðri deildum. Þetta er þriðja tímabilið sem þessi skemmtilega keppni, yngsta og sprækasta bikarkeppni landsins, fer fram. Víðir í Garði varð fyrst félaga til að lyfta bikarnum á Laugardalsvelli og í fyrra var það…Lesa meira

true

Strandveiðar fluttar til innviðaráðuneytisins

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Byggðakerfið, sem felur í sér strandveiðar, byggðakvóta o.fl., verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu yfir á málefnasvið innviðaráðuneytisins, sem jafnframt er ráðuneyti byggðamála,“ segir í tilkynningu sem var að berast frá Stjórnarráðinu. „Breytingin var rædd og samþykkt á fundi ríkisstjórnar 16.…Lesa meira

true

Enginn lax en þess fleiri bleikjur og flundrur

„Það var skemmtilegt að fá vænar bleikjur en auk þess komu þrjár flundrur á land,“ sagði Einar Hallur Sigurgeirsson sem var við veiðar í Hvolsá og Staðahólsá í Dölum í vikunni. Hann segir að laxveiðin í ánni hafi farið rólega af stað en bleikjan verið að gefa sig, sem betur fer. „Já, við fengum yfir…Lesa meira

true

„Við væntum þess að þetta verði lagað fyrir næsta strandveiðisumar”

Segir Kjartan Páll Sveinsson formaður Strandveiðifélags Íslands Smábátasjómenn létu úr höfn í morgun eftir að Fiskistofa felldi niður öll strandveiðileyfi frá og með í dag. Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, gerir út frá Grundarfirði og tók þátt í mótmælum ásamt nokkrum öðrum smábátasjómönnum. „Við vorum búnir að taka ís og gera allt klárt til…Lesa meira