
Allskyns mál komu á borð lögreglu
Nokkur meint lögbrot komu til kasta Lögreglunnar á Vesturlandi í vikunni sem leið. Einn er grunaður um brot á lögum um lax- og silungsveiði. Einn var kærður vegna ölvunar á almannafæri og annar var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og einn var kærður fyrir vörslu fíkniefna.