
Frá opnum degi í FVA. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Starfamessur verða á Vesturlandi í haust
Starfamessa 2025 er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands 2025. Haldnar verða þrjár starfamessur í öllum framhaldsskólum á Vesturlandi. Sú fyrsta verður í Fjölbrautaskóla Snæfellinga (FSN) í Grundarfirði þriðjudaginn 30. september, önnur í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi (MB) miðvikudaginn 1. október en sú síðasta í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akraensi föstudaginn 3. október.