
Ekki náðist ljósmynd af veiðiþjófunum, en þeir óku um á bílaleigubíl frá Hertz sambærilegum og er á þessari mynd.
Veiðiþjófar gómaðir við Hörðudalsá
Síðastliðinn miðvikudag var nýtt holl veiðimanna að hefja veiðar í Hörðudalsá í Dölum. Hvar menn stóðu á árbakkanum við veiðar urðu þeir varir við að hundrað metrum ofar er hvítum Land Cruser jeppa lagt ofan við brúna. Út úr honum stíga þrír menn með veiðistangir. Byrja þeir að kasta fyrir fisk með spúni. Veiðimennirnir sem sannarlega höfðu keypt veiðiréttinn í ánni voru að vonum ekki glaðir með þetta, röltu til veiðiþjófanna og áttu við þá orðastað. Þarna voru á ferð útlendingar á bílaleigubíl. Sögðust þeir vera þarna í góðri trú, þeim hafi verið sagt að það mætti veiða hvar sem væri á Íslandi! Vildu þó ekki ræða málið í þaula, drógu veiðarfærin inn og héldu að svo búnu á brott, vafalaust reynt fyrir sér í annarri á.