
Þessi mynd var tekin norðantil á Bröttubrekku síðdegis á föstudaginn. Gosmóðan hefur verið þrálát um allt vestanvert landið frá því byrjaði að gjósa á miðvikudag. Ljósm. mm
Hægum vindi spáð og gosmóðan því þrálát
Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið stöðugt í nótt, samkvæmt tilkynningu frá Náttúruvakt Veðurstofunnar. Virkni er áfram bundin við tvo gíga fyrir miðbik gossprungunnar. Áfram rennur hraun til austurs í Fagradal, en lélegt skyggni er á gosstöðvunum og ekki fæst séð hvort hraunjaðarinn hafi færst til í nótt.