
Horft til norðurs yfir framkvæmdasvæðið í Brákarey. Eftir að þessi mynd var tekin hefur gamla frystihúsið horfið af sjónarsviðinu. Ljósm. mm
Borgarbyggð bakkar með annan áfanga niðurrifs í Brákarey
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að bakka frá fyrri ákvörðun sinni um að flýta niðurrifi gamla sláturhússins í Brákarey. Ástæðan er sú að kostnaður við fyrsta áfanga hefur farið talsvert fram úr áætlun.