Fréttir
Byrjað er að steypa upp veggi hússins. Myndin var tekin sl. föstudag. Ljósm. mm

Dýpra reyndist á fast undir fjölnota íþróttahús

Nokkur viðbótarkostnaður hefur þegar fallið á Borgarbyggð vegna byggingar fjölnota íþróttahúss við Skallagrímsvöll í Borgarnesi, en framkvæmdir hófust í vor. Við undirbúning framkvæmdarinnar voru gerðar rannsóknir á dýpi niður á fast á lóðinni og er dýpið mismunandi. Þegar verktakinn, Ístak hf., hóf framkvæmdir við að reka staura niður á fast kom í ljós að dýpið var á sumum stöðum meira en talið hafði verið.