Fréttir
Eldishúsin í Miðskógi en fjær er íbúðarhúsið og fjós. Gosmóðan var í Dölum líkt og annarsstaðar á föstudaginn. Ljósm. mm

Nýtt eldishús tekið í notkun í Miðskógi

Síðastliðinn föstudag var nýtt eldishús fyrir kjúklinga formlega tekið í notkun í Miðskógi í Dölum. Dalamönnum og öllum áhugasömum var boðið að skoða húsið og þiggja veitingar í boði ábúenda í Miðskógi og Reykjagarðs. Fjölmargir þáðu boðið. Í Miðskógi búa nú tvær kynslóðir bænda, hjónin Skúli Hreinn Guðbjörnsson og Guðrún Esther Jónsdóttir keyptu jörðina fyrir áratug síðan en nú hafa dóttur þeirra og tengdasonur; Sunneva Hlín Skúladóttir og Jóhannes Örn Pálmason, komið með þeim í búskapinn. Þar er rekið kúabú auk kjúklingaeldisins.