Fréttir

Landsnet óskar þriðja sinni skipunar Raflínunefndar Holtavörðuheiðarlínu

Landsnet hefur farið þess á leit við Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra að skipuð verði sérstök Raflínunefnd vegna fyrirhugaðrar lagningar Holtavörðulínu 1. Þetta er þriðja beiðni Landsnets í þessa veruna en fyrri beiðnum hefur ráðherra skipulagsmála hafnað. Málið snertir skipulagsvald fjögurra sveitarfélaga sem línan mun liggja um. Umsagnir sveitarfélaganna nú eru misjafnar.