Fréttir

true

Fyrirliðinn missir af fallslag á laugardaginn

Fyrirliði ÍA í Bestu-deildinni í knattspyrnu, Rúnar Már Sigurjónsson, verður fjarri góðu gamni í næsta leik ÍA þegar Skagamenn mæta liði KA á Akureyri í hreinum fallbaráttuslag næsta laugardag. Rúnar var í gær úrskurðaður í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Sömu sögu er að segja af öðrum leikmanni ÍA, Erik Tobias Tangen Sandberg.…Lesa meira

true

Eldgos hófst á Reykjanesi í nótt

Kvikuhlaup hófst skömmu fyrir miðnætti á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi, en klukkan 23:55 hófst áköf skjálftahrina og mældist mikill fjöldi skjálfta næstu fjóra tímana. Borholugögn og ljósleiðari sýndu skýr merki um kvikuhlaup sem lauk með því að sprunga opnaðist og gos hófst skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt. Sprungan var nú í morgun hátt í tveggja…Lesa meira

true

Akraneskirkja hættir rekstri útfararþjónustu

Sóknarnefnd Akraneskirkju hefur ákveðið að hætta rekstri Útfararþjónustu Akraneskirkju frá og með 1. ágúst næstkomandi. Var sóknin sú eina á landinu sem rak slíka starfsemi. Breytingin hefur áhrif á starfshlutfall tveggja starfsmanna sóknarinnar. Útfararþjónusta Borgarfjarðar og Stranda hefur fest kaup á lausafjármunum þeim er tengjast rekstrinum.Í tilkynningu frá sóknarnefnd Akraneskirkju kemur fram að starfsemi útfararþjónustunnar…Lesa meira

true

Jörðin Munaðarnes í Borgarfirði til sölu

Það er almennt ekki fréttaefni þegar jarðir ganga kaupum og sölum. Þegar þekktar jarðir koma í sölu vekur það hins vegar athygli. Þegar í hlut á jörð sem í hugum flestra landsmanna stendur fyrir náttúrufegurð, veiðiréttindi og ekki síst sumardvöl í guðsgrænni náttúrunni vekur það athygli. Það á við þegar hin nafntogaða jörð Munaðarnes sem…Lesa meira

true

Skagamenn unnu KR og fiskar komu á land

„Ég skrapp með æskuvini af Skaganum, Hlöðveri Tómassyni, upp á Arnarvatnsheiði í blíðunni gær,“ segir Halli Melló og bætti við: „Við vorum við veiðar frá klukkan tíu og fram eftir degi. Fengum í soðið og vel það, fallega urriða og bleikjur. Alltaf gaman að kíkja á heiðina; fiskurinn, fjöllin og fuglalífið allt upp á tíu.…Lesa meira

true

Hitatölur gærdagsins talsvert frá meti á Hvanneyri

Veðurblíðan í gær og hitatölurnar í kjölfarið hafa vakið umræður um hvort hitamet hafi fallið. Eftir því sem næst verður komist er gildandi hitamet Vesturlands 30°C sem mældist á sjálfvirkri stöð á Hvanneyri 11. ágúst 1997. Hæstur fór hitinn í gær á Hvanneyri í 24,2°C klukkan 16:00. Á sjálfvirkri veðurstöð við Akrafjall fór hitinn hæst…Lesa meira

true

Gaman að skreppa á heiðina

„Það er gaman að skeppa á heiðina einn og einn dag en ég hef farið tvær ferðir núna í sumar,“ segir Ingólfur Kolbeinsson en hann var að koma af Arnarvatnsheiði fyrir nokkrum dögum og fékk nokkra urriða. „Það var sól og dáldið rok meðan ég var þarna núna, en ég fékk engu að síður nokkra…Lesa meira

true

Styrkir veittir til orkusparnaðar í ylrækt

Loftslags- og orkusjóður hefur úthlutað rúmlega 118 milljónum króna í styrki til tíu verkefna sem miða að því að draga úr orkunotkun í íslenskum gróðurhúsum, sem getur skilað orkusparnaði upp á allt að 8,3 GWst á ári. Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra málaflokksins, gerði breytingu á reglugerð nr. 1566/2024 um Loftslags- og orkusjóð í vor og…Lesa meira

true

ÍA hafði betur í leik erkifjendanna

Skagamenn lyftu sér upp úr botnsæti Bestu-deildarinnar í knattspyrnu eftir sigur á liði KR á Elkem-vellinum á Akranesi í gærkvöldi. Heimamenn mættu mjög einbeittir til leiks og virtust staðráðnir í að halda hreinu í leiknum. KR-ingar voru mun meira með boltann en þá sjaldan að þeir komu sér í færi mættu þeir Árna Marínó Einarssyni…Lesa meira

true

Jökulár vaxa í hlýindunum

Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands benda á að í hlýindunum nú eykst snjó- og jökulbráð til muna. Veldur það markvert auknu rennsli inni á hálendinu ekki síst á vöðum óbrúaðra jökuláa. „Áfram hækkar í ám í dag og gera má ráð fyrir talsvert miklu vatni, einkum síðdegis og annað kvöld. Svipað ástand verður fram eftir vikunni,“…Lesa meira